Í þessari sendingu er komið aftur Airvax lofthreinsitækið sem var uppselt og þurrktækið frá Meaco, junior.
Við niðurrif og breytingar gamalla húsa er von á mörgu óvæntu í uppbyggingu og efnisvali þar sem oft var byggt af miklum vanefnum eða amk notað það sem til var, en eitt efni sem var ódýrt, sterkt og þægilegt að vinna er að stríða okkur núna þegar vitað er um skaðsemi efnisins, en það er asbest.
Til að fyrirbyggja hættu á innöndun er gott að venja sig á að vera með góða grímu frá byrjun verksins, með p3 filter og í góðum vinnugalla ( í asbest og myglu er best að vera í einnota galla sem er hent í lok dags eða þéttar ). Einnig er nauðsynlegt sé verkið unnið inn á heimili að tjalda vel áður en byrjað er á verkinu, afmarka svæðið með þéttfrágengnu plasti í loft og gólf. Finnist asbest þá er mengun í íbúð mikið minni en þegar vaðið er af stað án undirbúnings, en ef efnið finnst þarf að stöðva verkið og það fer í ferli með vinnueftirliti og heilbrigðisyfirvöldum, skila inn verkáætlun, áhættugreiningu og áætlun um förgun efninsins til vinnueftirlits og fá starfsleyfi hjá heilbrigðiseftirlitinu. Förgun fer fram eftir skýrum reglum sem settar hafa verið um förgun spilliefna.
Þeir sem vinna við að fjarlægja asbest þurfa að hafa lokið námskeiði í meðhöndlun efnisins og engir aðrir mega vinna við verkið.
Föt, skór og annar vinnufatnaður ætti ekki að fara heim með mönnum af vinnustað, heldur farið með það í hreinsun og starfsfólk þar móttaki það með vitnskju um mengunina.
Asbest er ekki talið hættulegt þegar það er ósnert í veggjum og loftum, en þegar það brotnar td við rif, þá fjúka fínir þræðir úr því og eru skaðlegir við innöndun, þar sem líkaminn nær ekki að hreinsa þetta efni út, heldur safnast það fyrir í lungunum.
Reynsla af svona verki er einföld:
Sé minnsti grunur um asbest þar sem fyrirhugað er að rífa er mikilvægt að senda sýni til greiningar og hefja ekki verkið fyrr en búið er að greina það.
Sé ekki notuð gríma með súrefnisbúnaði er þessi mjög góð, með skiptanlegum filterum , p3 o.fl. Athugið að þetta er mun betri kostur en hálfgríma þar sem asbest mygla og fleiri skaðleg efni sækja oft í augun á fólki.
Svona gríma er betri en engin og með p3 filter er hún að verja öndunarveginn mjög vel, en augun eru þá enn óvarin..
Söluaðili á grímunum er Dynjandi
Rakamælir, sem mælir djúpt inn í efnið allt að 45 mm, hentar vel td þar sem flísar eru á veggjum og grunur um leka sem sést ekki með berum augum en mælist auðveldlega með svona mæli.
Þetta er mjög nákvæmur og góður mælir sem mælir djúpt niður í efnið, tré, steypu og múr. Mælir allt að 50 mm inn í efnið.
Rakamælar henta við flest alla lekaleit og til að ákvarða hvort veggir og gólf séu fullþornuð, spartl, málning og gólfefni þurfa rétt rakastig við lagningu til að fá fullan líftíma.
Lekaleit í sturtuklefum td er vandasöm en það er hægt að finna lekablettina með einum mæli og getur tíminn sem fer í það borgað sig margfalt.
Þessi skemmd lét ekki mikið yfir sér, en eftir mælingar og skoðun var ljóst að mikið væri að í þessu tilfelli.
Hér er skemmdin komin enn betur í ljós, en ekki öll kurl komin til grafar enn þegar þarna var komið sögu ..
Við leit að myglu er röramyndavél oft nauðsynleg, með henni er hægt að skoða svæði með lágmarks skemmdum,
enda hægt að koma vélinni að við ýmsar aðstæður þar sem ekki er hægt að komast með öðru móti.
Hentar einkar vel inni í þakrými, í loftrásinni þar sem komast þarf inn á þakið.
Undir og á bakvið hluti er hægt að þræða svona vél með lítilli fyrirhöfn.
Óhætt er að segja að árið 2013 taki vel á móti okkur, árið komið langt í að verða uppselt í verkefnum talið.
Til að mæta vaxandi verkefnastöðu á árinu var ráðinn nýr starfsmaður, Ómar Örn Erlingsson, hann mætti til starfa á mánudaginn var,
en eins og sjá má á myndum hér á síðunni hefur hann komið að verkefnum fyrirtækisins áður .
Verkefnin framundan eru mjög margbreytileg og víða á austurlandi.
Nýbyggingar af ýmsum stærðum og gerðum, sumarhús, sólpallar, breytingar eldri húsa og m.fl..
Eftirspurn eftir fasteignaskoðun er að aukast og verður það vaxtarbroddur ársins ef svo fer sem horfir.
Kynningar á henni má sjá hér á heimasíðunni.
Notkun á verkbeiðnum hér á vefnum hefur verið góð og sannað að það form á heima á heimasíðunni.
Að lokum hvet ég menn til að skila inn starfsumsókn hér á síðunni, þær eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Með kveðju
ÞE.
Jafnvægi í raka og hita innanhúss er mjög mikilvægur gagnvart hættu á myglumyndun og annari óværu í húsum.
http://www.ogsynir.com/rakastig-ibuda/
Hita og raka síriti, lítill og handhægur, hægt að festa á vegg. Tilvalinn til eftirlits og skrásetningar á hita og raka, lesið úr honum í tölvu á einfaldan hátt, allt að mánuð í einu.
Hita og raka síriti, tilvalinn til eftirlits og skrásetningar á hita og raka, lesið úr honum í tölvu á einfaldan hátt, allt að mánuði í einu.
Loftraka og lofthitamælir, gefur á stuttum tíma nákvæma mælingu, úti eða inni.
Nýtist með hitamyndavél við að mynda daggarpunkta innanhúss, þar sme álestur er sleginn í hitamyndavél sem forsendur mælinga með henni. ( Sjá myndir í grein um hitamyndavélina ).
Þarna sést rafmagnstafla og myndina mætti túlka sem hættustigi væri náð, mikill hiti á ákveðnum svæðum, líklega of mikið álag á rofana.
Mynd úr safni.
Með hitamyndavél er hægt að sjá marga hluti, leita að leka í veggjum, gólfum eða á öðrum stöðum.Hægt að sjá hvar einangrun í veggjum, þökum eða öðrum hlutum bygginga er léleg,
bilanir í rafmagnsmótorum, ofhitnun stakra öryggja í rafmagnstöflum þar sem álag á staka liða er of mikið, svo eitthvað sé upptalið.
Möguleiki á að taka talsett videó ef það hentar og það getur verið gott sem minnispunktar við skýrslugerð eða ef verkkaupi er ekki á staðnum til frekari skýringa,varðandi aðstæður og annað.
Þessi mynd er samsett úr ljósmynd og hitamynd, sem vélin tekur samtímis, búið að taka óþarfa litadýrð út af myndinni og setja staðreyndina í fyrsta sæti, þarna vantaði einangrunarbút sem var 10 x 20 x 5 sentimetrar ( l x h x b ).
Þarna er slegið inn gildum, loftraka inni, og lofthita inni, vélin reiknar út hvar raki muni þéttast og geta leitt til rakaskemmda og myglumyndunar.
Eins og sést þessari mynd er ástandið ekki gott og myndirnar 2 hér að neðan eru teknar á sömu forsendum.
Hér er búið að taka myndi á sama hátt, athugið að þetta er baðherbergi og rakastig oft mun hærra en þarna, þegar þessi var tekin var rakastig lágt og hitastigið í íbúðinni undir venjulegum mörkum
Rakastig er mælt í prósentum og segir til um hversu mettað loftið er af raka, það er hversu hátt hlutfall er af vatni miðað við hversu mikinn raka loftið getur borið. Þannig getur loft við 14°C innihaldið mest 10 g af vatni fyrir hvert kg af lofti. Ef þetta loft inniheldur 6 g er rakastigið sagt vera 60%.
Ef þetta sama loft væri nú hitað í 25°C, hefur geta loftsins til að bera raka aukist. Vegna eiginleika loftsins getur það nú borið 20 g af vatni á hvert kg af lofti. Rakastigið hefur þá lækkað í 30%, jafnvel þótt enn sé sama magn af vatni í loftinu miðað við dæmið (6 g af raka).
Áhrif hitastigs á rakastig
Það er ekki til neitt eitt ákveðið æskilegt rakastig fyrir inniloft og það getur jafnframt verið persónubundið hver áhrifin eru eftir einstaklingum eða svæðum. Flestir mæla þó með því að rakastigið sé á milli 35 til 55% í því sambandi. Heilbrigt fólk þolir bæði þurrara og rakara loft. Hér fyrir neðan má sjá tölfu með upplýsingum um áhrif rakastigs. Samkvæmt áætlun sem verkfræðistofan Verkís gerði má ætla að 20% heimila séu vandamál vegna raka og WHO gerir ráð fyrir svipuðum áhrifum á Íslandi.
Rakastig og áhrif á hýbýli
Bakteríur og vírusar:
Rakastig er hluti af þeim aðstæðum sem þurfa að vera svo að bakteríur og vírusar geti dafnað og fjölgað sér. Hærra hitastig og rakastig eru hlut auðvelta bakteríum og vírusum að fjölga sér. Of lágt rakastig getur hins vegar auðveldað bakteríum og vírusum að dreifa sér hraðar.
Sveppir / Fungi:
Sveppir eru rotverur og nærast á lífveruleifum svo sem dauðum plöntuhlutum og dýraleifum. Sveppir eru mjög fjölbreyttir og hafa mismunandi áhrif, þeir geta lifað við mjög mismunandi aðstæður. Flestir þurfa þó hátt rakastig, eða yfir 60 til að getað fjölgað sér. Myglusveppurinn er sá sveppur sem hefur fengið mesta athygli en í raun eru þetta margar gerðir af svepp. Til þess að sveppurinn geti þrifist þarf hann raka, súrefni og fæðu. Sú fæða getur verið ansi fjölbreytt, frá lífrænni málningu til matvæla en hann getur nýtt sér nánast öll lífræn efni. Sveppagró eru allstaðar í umhverfinu í kringum okkur, án þess að við verðum þeirra vör. Séu réttar aðstæður fyrir hendi ná groin að spíra og sveppaþræðir myndast. Myglusveppurinn er fljótur að koma sér fyrir og það er nóg að ef réttar aðstæður eru fyrir hendi að rakastig sé of hátt í 24 klukkustundir til að hann nái að vaxa.
Sumar gerðir myglusvepps framleiða sveppaeitur (e. Mycotoxin) sem eru eitruð efni sem sveppurinn sendir frá sér. Einn sveppur getur framleitt margar mismunandi tegundir sveppaeiturs. Sveppaeitrið getur haft ýmiss konar eitrunarvirkni, auk þess sem sumir myglusveppir framkalla ofnæmisviðbrögð og öndunarerfiðleika hjá viðkvæmum einstaklingum.
Hérna eru nokkur dæmi um maura og skordýr sem þrífast út af háu rakastigi.
Rykmaurar þrífast best ef hitastig er stöðugt, yfir 20°C, og rakastig yfir 50%. Þeir dafna hins vegar illa ef rakastig er undir 45%. Rykmaurar nærast einkum á húðflögum manna og dýra og á sveppum sem vaxa á húðflögunum. Algengt er að í einu grammi af ryki séu 100 til 500 rykmaurar en þeir geta verið allt að 20 þúsund. Um 90% af þeim sem eru með ofnæmi fyrir húsryki eru með ofnæmi fyrir rykmauraskít. (vísindavefurinn).
Silfurskottur (Lepisma saccharina) eru meðal algengustu meindýra í híbýlum manna hér á landi. Silfurskotta þarf hátt rakastig til þess að þrífast, en mismunandi sögum fer af því hversu hátt rakastigið þarf að vera, en Vísindavefurinn gefur upp 40% rakastig á meðan erlendir vefir tala flestir um 75% (uppl. Vísindavefurinn).
Húsamaurar eru smágerð skordýr, aðeins um 2-4 mm að stærð. Þeir þekkjast vel á eins konar aukalið sem þeir hafa milli bols og höfuð. Um lifnaðarhætti þeirra er frekar lítið vitað. Húsamaurar eru rándýr og lifa á ýmsum tegundum smádýra svo sem stökkmor (Collembola) (Vísindavefurinn). Húsmaur þarf yfir 50% rakastig til að þrífast, þótt oftast sé ástæðuna að finna í leka
Veggjatítla (Anobium punctatum) sem stundum er kölluð á ensku furniture beetle eða house borer, er skordýr af ætt bjalla (Coleoptera). Veggjatítlur eru brúnar að lit og staflaga og geta verið allbreytilegar að stærð. Veggjatítlur lifa á við og timbri, sem geta verið húsbúnaður eða innréttingar í hýbýlum manna ásamt timbri í húsum. Bjöllurnar naga sig upp að yfirborði viðarins og við það myndast götin sem hafa valdið eyðileggingu hjá þeim húseigendum sem hafa verið svo ólánsamir að lenda í þessum vágesti. Kjörhitastig lirfanna er á bilinu 22-23°C en ef hitastigið fer yfir 28°C þrífast þær ekki. Þær þrífast hins vegar ágætlega við lægra hitastig en þá hægir þó verulega á vaxtarhraða og stöðvast vöxtur alveg við 14°C. Veggjatítlan þarfnast hás rakastigs, en langvarandi rakastig undir 60% kemur í veg fyrir að hún vaxi.
Hátt rakastig og léleg loftgæði geta aukið einkenni þeirra sem haldnir eru ofnæmi. Aðrir þættir sem sem hafa verið taldir hérna upp hafa samþættandi áhrif fyrir þá sem eru viðkvæmir. Of lágt hitastig er einnig slæmt fyrir þá sem eru með viðkvæm öndunarfæri, þar sem lágt rakststig þurkar öndunarfærin.
Óson verður alltaf til í einhverju mæli í hýbýlum, hátt rakastig veldur því að ósonið binst við það. Þegar rakastig er lágt, getur það haft þurrkunar áhrif á augu og í öndunarfærum.
Of lítill raki eykur líkur á að ryk tolli ekki saman og svifi í loftinu, þannig að við öndum því að okkur. Þetta eykur enn á vanda þeirra sem eru með viðkvæm öndunarfæri.
Mjög margar ástæður geta verið fyrir of háu rakastigi t.d.:
Ráð gegn of háu rakastigi:
Daggarmark (Td, dew point) er sá hiti sem loft hefur þegar það hefur verið kælt niður til þéttingar (við óbreyttan þrýsting). Munurinn á daggarmarki og votum hita er því sá að það daggarmarkið er skilgreint út frá kælingu loftsins eingöngu, en voti hitinn er skilgreindur með rakaíbætingu eingöngu.
Eina leiðin til að breyta daggarmarki lofts (án þrýstibreytinga) er með rakaíbætingu eða rakabrottnámi. Ofan frostmarks á loft sér aðeins eitt daggarmark og stundum er sagt að rakaþrýstingurinn ,,ákvarði” daggarmarkið, hafi loft sama eimþrýsting hefur það sama daggarmark. Ef lofthiti er hærri en daggarmark er loftið ómettað, því nær sem daggarmarkið er hitanum því nær er það mettun.
Sé loft kælt í flýti niður fyrir daggarmark þess, getur það yfirmettast um stutta stund, en oftast þéttist rakinn á næsta fáanlega fleti. Sé daggarmarkið undir frostmarki kemur enn að tvískiptingu. Loftið er sem fyrr mismettað yfir ís annars vegar og vatni hins vegar. Sé um ísflöt að ræða má kalla daggarmarkið hrímmark (ekki frostmark). Hið tæknilega daggarmark (yfir vatni í frosti) er enn lægra en hrímmarkið er og því lægra sem hið síðarnefnda er því meiri er munurinn.
Sé loft rakamettað er daggarmark jafnhátt, bæði í þurrum og votum hita. Þegar loft hefur verið kælt að votum hita hefur það verið gert með uppgufun úr bleðlinum, rakaþrýstingur loftsins umhverfis hefur því aukist frá því sem var upphaflega. Loftið sem upphaflega var verið að mæla hlýtur því að hafa verið lítið eitt þurrara í upphafi og daggarmark þess er því lægra en voti hitinn. Því þurrara sem loftið er því meiri er munurinn. Þurri mælirinn sýnir því hæstan hita, því næst kemur voti hitinn og lægst er daggarmarkið.
Munurinn á þurrum hita og daggarmarki er nefnd daggarmarksbæling (dew point depression), því stærri sem munurinn er því þurrara er loftið. Þegar farið var að senda löng háloftaveðurskeyti milli landa reyndist koma fram lítils háttar sparnaður í skeytislengd ef daggarmarksbælingin var sett í skeytið í stað daggarmarksins sjálfs. Hugtakið hafði því nokkra hagnýta þýðingu og sést alloft notað í textum.
Efni tekið af vef Íshússins. http://www.ishusid.is/raki/#.UOvhI3fysnc
Oft er útloftun ekki nógu mikil og því þarf að grípa til ráðstafana til að losna við td grát af gluggum, sem getur verið mjög hvimleiður, sé hann látinn óáreyttur geta aðstæður eins þær sem myndirnar sýna skapast með tilheyrandi óþægindum.
Skemmdir geta orðið miklar og mygla getur myndast í svæðinu sem er undir álagi. Oft þarf að greina með sýnatöku hvort mygla er komin í skemmdina, það tekur tíma og er frekar dýrt, því er betra að forðast þessar aðstæður, þegar svona er lagfært þarf að skipta út öllu sýktu efni og taka stórt umfram svæði líka til að tryggja að sýkingin hafi verið fjarlægð og uppræta þarf einnig orsökina sem er rakinn í húsinu. Það er gert með því að opna glugga meira og / eða með þurrktækjum.
Mynd 1: Fyrsta skoðun, gömul ummerki um raka/bleytu sem hefur legið í gluggasillunni og ekki uppgötvast.
Mynd 2: Myglumyndun komin í gips og krossvið, en á afmörkuðu svæði. Mynd 3: Mygla í pappa á gipsi, undir málningunni, þetta sést ekki fyrr en búið er að rífa af veggjum. Mynd 4: Krossviðurinn sem var sýktur.
Þessi reitur var ca 30 x 30 cm en skipt var um krossvið, lektur og gips á ca 4 fermetra svæði.
Einnig er gott að fylgjast með rakastigi með mælum sem hægt er að fá víða, Log Tag, Testo o.fl.
Hér er hægt að sjá hvaða þurrktæki hentar í vissar viðmiðanarstærðir íbúða.
http://www.meaco.com/which_dehumidifier_is_best.asp