Asbest í gömlum húsum

Við niðurrif og breytingar gamalla húsa er von á mörgu óvæntu í uppbyggingu og efnisvali þar sem oft var byggt af miklum vanefnum eða amk notað það sem til var, en eitt efni sem var ódýrt, sterkt og þægilegt að vinna er að stríða okkur núna þegar vitað er um skaðsemi efnisins, en það er asbest.

Til að fyrirbyggja hættu á innöndun er gott að venja sig á að vera með góða grímu frá byrjun verksins, með p3 filter og í góðum vinnugalla ( í asbest og myglu er best að vera í einnota galla sem er hent í lok dags eða þéttar ). Einnig er nauðsynlegt sé verkið unnið inn á heimili að tjalda vel áður en byrjað er á verkinu, afmarka svæðið með þéttfrágengnu plasti í loft og gólf.  Finnist asbest þá er mengun í íbúð mikið minni en þegar vaðið er af stað án undirbúnings, en  ef efnið finnst  þarf að stöðva verkið og það fer í ferli með vinnueftirliti og heilbrigðisyfirvöldum, skila inn verkáætlun, áhættugreiningu og áætlun um förgun efninsins til vinnueftirlits og fá starfsleyfi hjá heilbrigðiseftirlitinu. Förgun fer fram eftir skýrum reglum sem settar hafa verið um förgun spilliefna.

Þeir sem vinna við að fjarlægja asbest þurfa að hafa lokið námskeiði í meðhöndlun efnisins og engir aðrir mega vinna við verkið.

Föt, skór og annar vinnufatnaður ætti ekki að fara heim með mönnum af vinnustað, heldur farið með það í hreinsun og starfsfólk þar móttaki það með vitnskju um mengunina.

 

Asbest er ekki talið hættulegt þegar það er ósnert í veggjum og loftum, en þegar það brotnar td við rif, þá fjúka fínir þræðir úr því og eru skaðlegir við innöndun, þar sem líkaminn nær ekki að hreinsa þetta efni út, heldur safnast það fyrir í lungunum.

 

Reynsla af svona verki er einföld:

Sé minnsti grunur um asbest þar sem fyrirhugað er að rífa er mikilvægt að senda sýni til greiningar og hefja ekki verkið fyrr en búið er að greina það.

 

 

t_Grima__Moldex9000
Sé ekki notuð gríma með súrefnisbúnaði er þessi mjög góð, með skiptanlegum filterum , p3 o.fl. Athugið að þetta er mun betri kostur en hálfgríma þar sem asbest mygla og fleiri skaðleg efni sækja oft í augun á fólki.
t_Nya_bilder_2009_122
Svona gríma er betri en engin og með p3 filter er hún að verja öndunarveginn mjög vel, en augun eru þá enn óvarin..

 

Söluaðili á grímunum er Dynjandi

Fróðleik má finna á Wikipedia