Fréttir gamalt

Verkefnin

Nú er ljóst að nóg verður að gera á næstunni, búið að semja við ÍAV um uppsetningu milliveggja ásamt frágangsvinnu á Egilsstöðum.
Gluggaskipti á Reyðarfirði koma þar á eftir og því næst er stefnan sett á að taka hús í gagngerar endurbætur að innan, skipta út gólfefnum,
innihurðum og einhverju óákveðnu magni af innréttingum.

Mygluskoðanir eru orðnar fastur liður í starfsseminni og eru nánast orðnar hálft starf, með skýrslugerð og tilheyrandi vinnu.
Þörfin er mikil og endurmenntun og námskeið nauðsynleg til að fylgjast með þróun í þessum málum.

Í síðustu viku var tekið gott námskeið í Reykjavík, þar sem farið var í hvernig á að fjarlægja myglu, hreinsa og fyrirbyggja nýjan mygluvöxt þar á eftir.
Picture 016
Hér var sturtan farin að leka talsvert, mygla og silfurskottur á fullu að vaxa.
Áður en þessi veggur var opnaður var ekki að sjá að hann væri svona að innan, þar sem aðeins 20 % af myglu er sjáanleg.

 

IMG00294-20120208-1643

Hér er búið að kroppa í blautan blett, því miður er ekki til mynd af blettinum áður en fiktað var í honum.

Picture 019

Sami veggur, nokkrum dögum síðar, búið að saga sundur stoðir, rífa og hreinsa og skeyta inní það sem eftir var, ca 8 fermetrar af veggnum fjarlægðir og endurnýjaðir.

 

Picture 020

Svona leit hann út á hinni hliðinni, búið að skeyta inní, eftir að smíða wc kassann, gipsklæða og flísaleggja.

Picture 003

 

Erfið flísalögn, byrjað efst til að fylla í eyðurnar og forðast misræmi..

Picture 049

 

Að verki loknu…

 

Myndirnar úr þessu verki tengjast þessari frétt ekki beint, einungis sýnt hvað getur gerst og hvað þarf að gera.

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *