Þakviðgerðum lokið á Egilsstöðum

Þakviðgerðum vegna myglusvepps er lokið á Egilsstöðum, einungis er eftir að laga nokkur minni atvik sem urðu við framkvæmdirnar og lokafrágangur vinnusvæðis.
Stefnt er á að ljúka viðgerðum á Reyðarfirði núna í haust, en veður eru farin að grípa meira inn í framkvæmdina þegar á þennan tíma ársins er komið.

Hægt væri að skrifa bók um þetta verkefni og þekkinguna sem hefur orðið til í kringum þetta verkefni og hefur amk einn maður lofast til að skrifa hana. 🙂

Fjöldi þeirra sem hefur komið að verkinu er farinn að slaga í 60 manns og jafnvel meira og hefur verkið einkennst af góðri samvinnu allra sem að því koma,
ásamt því að vera í sátt við íbúa og eigendur húsanna.

 

Mig langar að nota tækifærið og óska eigendum húsanna til hamingju með hús sem eru sannarlega orðin ” betri en ný “