Klæðningar á Seyðisfirði

Nú er allt að komast á fullan skrið í þessu verkefni og kærkomið að fá nýjan starfsmann í vikunni, má segja að einn týndi sonurinn sé að snúa heim 🙂 þá eru starfsmenn orðnir 6..
Verið að rífa og laga til eldri einangrun og lektur á veggjum, bætt inn nýrri einangrun eftir þörfum, borað upp nýtt leiðarakerfi fyrir klæðningu og klætt með vindpappa.myndirnar eru teknar á ýmsum  stigum í verkinu.

Þakið verður tekið með í áföngum sem vinnupallarrnir skammta okkur, lyfta og álpallar munu fleyta okkur í gegn um megnið af vinnunni við veggina.
Kofinn sem sést á þaki hússins og hýsir gamlar ísvélar verður rifinn og þakinu lokað aftur þar sem hann er, búið er að forvinna þann verkþátt og stefnt á að rífa hann í vikunni…

 

2016-06-10 13.35.40 2016-06-10 13.36.14 2016-07-01 14.33.36 2016-07-01 14.33.38 2016-07-01 17.08.22