Verkin

Í sumar er búið að vera mjög mikið um að vera, það mikið að þessi síða hefur ekki fengið neina athygli.

Í júni var farið í að innrétta og laga nýtt húsnæði, Nesbraut 2 til að geta sinnt þeim verkefnum og framtíðarplönum sem eru í gangi, þá er Nesbraut 2-6 orðið okkar heimavöllur, með ca 5000 fermetra lóð og fínu húsplássi, ennþá.

Búið er að vera vinna á Seyðisfirði við endurnýjun á gólfinu í Herðubreið, ásamt nokkrum minni verkum, á Reyðarfirði Eskifirði og Breiðdalsvík hefur verið mikið að gera, í heildina hafa verið flestir 21 starfsmenn, þar af 2-4 á Seyðisfirði, en þó flestir við endurnýjun á húsnæði Vegagerðarinnar á Reyðarfirði. Þar hafa 10-12 manns unnið í sumar,  og er nú komið að þakvinnu, en skipta á um 430 fermetra af þaki, sperrur og klæðningu, nýtt járn og rennur, utanhússklæðningu og svo er þakið einangrað og sett upp rakavarnarlag að innan.

Rifum er nú lokið, nema þakið er enn á sínum stað, en verið er að slípa veggi og gólf núna og brjóta niður skorstein og annað  sem var hægt að bæta inn í verkið án þess að lengja verktímann.