30. okt 2018

Þá er farið að styttast í stóra verkefninu okkar og einhver ný verkefni af ýmsum toga eru komin í startholurnar.
Bygging á einbýlishúsi í Stekkjarholti á Reyðarfirði gengur vel og þar verður orðið fokhelt um miðjan næsta mánuð.

Endurbygging húss Vegagerðarinnar lýkur líka í næsta mánuði, utan við einhver viðbótarverk sem samið hefur verið um á verktímanum.
Þarna er gömul mynd en útlitið mun breytast lítillega við endurbæturnar.

Fasteignaskoðun verður áberandi á næstu mánuðum en fyrir liggur að skoða fyrir stórt sveitarfélag allar eignir og meta viðhaldsþörfina.
Þetta er unnið í samstarfi við Verkráð, verkfræðiþjónustu á Egilsstöðum, en þegar eru verkefni í gangi sameiginlega í þessum geira, á
austurlandi og Akureyri.

Verið er að teikna raðhús sem fyrirhugað er að reysa á Eskifirði og einbýlishús á Reyðarfirði núna í vetur og verið er að hefja framleiðslu á litlum heilsárshúsum fyrir ferðaþjónustu og garðhúsum undir 15 fermetrum sem verða hönnuð og smíðuð hér innanhúss ..

Verið er að vinna smíðateikningar fyrir þessi verkefni.