Á nýju ári

Eftir rólega byrjun á árinu og mörg smáverkefni í vinnslu þá hefur glæðst úr og nokkur stærri verkefni á döfinni.

Í síðustu viku áttum við lægsta boð í bryggjukant við Egersund á Eskifirði, en þar virðast verkefnin verða á næstunni, því við erum á sama tíma að hefja endurbætur á piparsveinablokkinni á Eskifirði, sú framkvæmd sem var boðin út á síðasta ári, en ” frestað fram eftir árinu “.

Búið er að grenndarkynna og afgreiða úr nefndum Fjarðabyggðar lóðina við Ystadal 6-8sem við sóttumst eftir undir 4 íbúða raðhús, þar er útlit fyrir að 3 íbúðir séu seldar / eru fráteknar eins og er.
Þar er áætlað að byrja á aðstöðusköpun fljótlega í Febrúar og áætlað er að teikningar og skilalýsingar verði tilbúið þá líka. Þegar það verður tilbúið þá verður haldinn fundur með þeim sem hafa áhuga og endanlegar teikningar og skilalýsingin opinberað.
Miðað við áhugann, þá er stutt í að sótt verði um næstu lóð við hliðina fyrir samskonar hús.

Umboð og þjónusta fyrir vörur Glerborgar er komið í gang og munum við fljótlega fara í að auglýsa og kynna það verkefni.
Eitthvað er þegar fyrirliggjandi af verkefnum tengdum því.
Samhliða því munum við leggja áherslu á að selja vörur frá Einari Á í afmörkuðum vöruflokkum, amk til að byrja með, þakdúkar, límbönd og þéttiefni o.fl…