Þessi mánuður er búinn að vera sérstakur, aðallega þá vegna nýrra hluta sem við höfum verið að vinna við, búið að fjárfesta í klippum og öflugri beygjuvél fyrir kambstál og vinna mikið magn af járni í bryggjukant og þekju á Eskifirði, en þar er allt tilbúið sem fer klippt og beygt í steypu.
Aðeins er búið að fikta við að forsteypa hluti sem fara svo yfir á Eskifjörð á höfnina.
Stálsmíði er aðeins búið að prófa, en stigar og annað fyrir höfnina er allt unnið á verkstæðinu hjá okkur og það hefur allt gengið vel.
Með þessu höfum við svo verið í fjölbreyttum smíðaverkefnum á Seyðisfirði, Egilsstöðum, Hornafirði, Reyðarfirði og Eskifirði..
Ystidalur 6-8 er í vinnslu og nú er unnið að lokaáfanga í fjámögnun og fullnaðarfrágangi skilalýsinga, annað kynningarefni fyrir verkefnið er komið í möppu.
Monthly Archives: March 2019
Véla / Tækjamaður óskast
Erum að leita að réttindamanni til að vinna á vélum og tækjum hjá fyrirtækjunum, þarf að hafa réttindi á byggingakrana / gröfu og skotbómulyftara.
Þekking á viðhaldi tækjanna og reynsla við vinnu á sambærilegum tækjum er skilyrði.
Ystidalur 6-8
Teikningar af húsunum koma aftur fljótlega, það urðu nokkrar minniháttar breytingar og því tökum við þær út tímabundið, reiknum með að þær komi aftur inn í næstu viku.