Óskum viðskiptavinum, starfsmönnum og öðru samstarfsfólki gleðilegra jóla.
Árið 2019 er búið að vera skemmtilegt og mörg krefjandi verkefni leyst.
Árið 2020 verður vonandi enn skemmtilegra.
Óskum viðskiptavinum, starfsmönnum og öðru samstarfsfólki gleðilegra jóla.
Árið 2019 er búið að vera skemmtilegt og mörg krefjandi verkefni leyst.
Árið 2020 verður vonandi enn skemmtilegra.
Í dag byrjuðum við að klæða báruálið á grunnskólann á Egilsstöðum, eftir að lenda í því að liturinn sem fer á húsið seldist upp í einni pöntun og þurfti að bíða í mánuð eftir nýju efni. Verkið er nokkurn veginn á áætlun og verður lokið 16 des.
Í dag erum við að pakka niður verkfærum og dóti í Bleiksárhlíðinni eftir törnina þar og flytja aðstöðuna á heimasvæðið. Þar hafa framkvæmdir verið stöðvaðar fram á vor þar sem verkliðir sem eftir eru þola illa veturinn og fá því að bíða.
Í vikunni var rifið undan plötunni í tengihúsinu við Fáskrúðsfjarðargöngin og þá er orðið lítið eftir af því verkefni, nokkrir metrar af steinsögun og ísetning á einni útihurð.
Grunnur undir bílskúr í Álfabrekkunni bíður eftir að sléttað verði undir gólfplötuna og verður farið í það verkefni á morgun..
Í Klettaselinu er allt á fullum gangi, steypt botnplata 30 okt og í dag er verið að leggja rafmagn og pípulagnir og veggjum lokað jafnharðan, búið að einangra og víra í loftin. Þakklæðningin og rennurnar ætti að lenda í vikunni og fara á í þessari eða næstu viku, ef veður leyfir..
Nú er búið að tollafgreiða mótapakkann sem við keyptum fyrir stuttu,
gámurinn verður kominn í hlaðið hjá okkur eftir næstu helgi.
Hluti þeirra fer beint í notkun í verkefni sem er í gangi.
Þessa dagana er unnið á nokkrum stöðum og mikið um að vera, pipasveinablokkin á Eskifirði er að fá nýja veðurkápu, aðeins hinkrað eftir þurru veðri til að geta unnið bratta hlutann á skynsaman máta.
Í grunnskólanum á Egilsstöðum er verið að beygja áfellur á gluggana og panta klæðningarefni á veggina, áætlað er að verklok þar verði í byrjun desember.
Á morgun verða steyptir sökklar undir bílskúr á Fáskrúðsfirði.. Þar mun svo rísa stór og stæðilegur bílskúr í framhaldinu.
Sökklar komnir í Klettaselinu undir einbýlishús og verður hægt að fylla þar inn í sökkulinn fyrir helgina.
Smá uppfærsla .
Nú eru 13 starfsmenn hjá fyrirtækinu ( nemarnir okkar 2 eru í skóla eins og er ) 🙂
Unnið við ýmis verkefni á Eskifirði, Egilsstöðum, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. í Bleiksárhlíð er verið að ganga frá smáverkum áður en hægt verður að klæða álið á þakið, þá er komið að endurnýjun glugga og svalahurða, ásamt því að steypt verður nýtt lag í svalagólfin, regnvatnslagnir endurnýjaðar.
Á Egilsstöðum er vinna við klæðningar elstu hluta skólans á góðu róli og verður væntanlega búið að klæða þar fyrir veturinn.
Búið að setja af stað verkefni í Klettaseli á Egilsstöðum þar sem við sjáum um byggingastjórn o.fl Þar er verið að hefjast handa við jarðvinnu og VHE eru farnir að huga að því að steypa sökkla í einingaverksmiðjunni í Fellabæ..
Verið að hefja hönnunarferli á bílskúr í Fellabæ sem verður svo byggður í framhaldinu..
Á Reyðarfirði er unnið á verkstæðinu við ýmis smáverk sem er fært á vinnustaðina, smíðuð handrið á Bleiksárhlíðina, breytt hurð o.fl fyrir skólann á Egilsstöðum ásamt fleiri tilfallandi verkefnum.
Búið að steypa sökkla fyrir Tengihúsið í Fáskrúðsfjarðargöngunum og verður fyllt undir og járnabundið í gólfplötu á næstu dögum.
Í Álfabrekku á Fáskrúðsfirði er verið að undirbúa uppslátt á sökklum undir bílskúr, þar er búið að steypa fót undir sökkulveggi.
Í Ystadal 6-8 er verið að binda vonir við að hægt verði að byrja fljótlega, teikningar komnar inn til byggingafulltrúa..
Lóðir á ýmsum stöðum undir hús sem hentar flestum, einbýli, rað eða parhús..
Í dag fóru steypumótin af stað til Íslands og verða komin til okkar 26 eða 27 sept, klár í slaginn..
Gætum bætt við okkur byggingafræðing / tæknifræðing eða reyndum manni í ýmsa verkefnastjórnun, tilboðsgerð o.fl.
Gætum bætt við okkur 1-2 lærðum smiðum í uppslátt og almenna smíðavinnu.
Vegna mikilla fyrirliggjandi verkefna í viðhaldi og nýsmíði
Þá vantar okkur starfsólk.
Smiðir -Almenn tré og mótasmíði
Verkamenn -Aðstoð við almenna smíðavinnu, mót, járn ofl.
Krana/Vélamann -Vinna og umsjón með byggingakrana, gröfu og lyftara og öðrum tækjum.
Umsjónarmann á Verkstæði – Eftirlit með umgengi á vinnusvæðum, umsjón með verkfærum, lager ofl
Verkstjóri -Stýring verkefna hverju sinni
Sótt er um vinnu á http://ogsynir.is/saekja-um-vinnu/
Fyllsta trúnaðar gætt með umsóknir.
15 maí var opnað útboð á vegum Fljótsdalshéraðs í klæðningu á eldri hluta grunnskólans á Egilsstöðum.
Og Synir/Ofurtólið átti eina boðið í verkið.
Samningar um verkið eru hafnir og gangi allt eftir verður verksamningur undirritaður á næstu dögum.
Verkið er unnið á þessu ári og því næsta.
Á fimmtudag verður bryggjuþekjan á Eskifirði steypt og verður það stór dagur hjá okkur, 112 m3 steypa, slípuð og kústuð á yfirborði.
Áætluð verklok voru 1 júní og þau munu standa vel af sér. Kanttré verður sett til bráðabirgða þar sem afhending er að dragast á því efni.
I vikunni verður svo undirritaður verksamingur v endurbóta á Bleiksárhlíð 32. Þakviðgerð, þakgluggar, svalahurðar o.fl.
Í útboði eru svo núna Vatnstankur á Fáskrúðsfirði og stækkanir fyrir Landsnet á Eskifirði og Norðfirði.
Þessi mánuður er búinn að vera sérstakur, aðallega þá vegna nýrra hluta sem við höfum verið að vinna við, búið að fjárfesta í klippum og öflugri beygjuvél fyrir kambstál og vinna mikið magn af járni í bryggjukant og þekju á Eskifirði, en þar er allt tilbúið sem fer klippt og beygt í steypu.
Aðeins er búið að fikta við að forsteypa hluti sem fara svo yfir á Eskifjörð á höfnina.
Stálsmíði er aðeins búið að prófa, en stigar og annað fyrir höfnina er allt unnið á verkstæðinu hjá okkur og það hefur allt gengið vel.
Með þessu höfum við svo verið í fjölbreyttum smíðaverkefnum á Seyðisfirði, Egilsstöðum, Hornafirði, Reyðarfirði og Eskifirði..
Ystidalur 6-8 er í vinnslu og nú er unnið að lokaáfanga í fjámögnun og fullnaðarfrágangi skilalýsinga, annað kynningarefni fyrir verkefnið er komið í möppu.
Erum að leita að réttindamanni til að vinna á vélum og tækjum hjá fyrirtækjunum, þarf að hafa réttindi á byggingakrana / gröfu og skotbómulyftara.
Þekking á viðhaldi tækjanna og reynsla við vinnu á sambærilegum tækjum er skilyrði.
Teikningar af húsunum koma aftur fljótlega, það urðu nokkrar minniháttar breytingar og því tökum við þær út tímabundið, reiknum með að þær komi aftur inn í næstu viku.
Eftir rólega byrjun á árinu og mörg smáverkefni í vinnslu þá hefur glæðst úr og nokkur stærri verkefni á döfinni.
Í síðustu viku áttum við lægsta boð í bryggjukant við Egersund á Eskifirði, en þar virðast verkefnin verða á næstunni, því við erum á sama tíma að hefja endurbætur á piparsveinablokkinni á Eskifirði, sú framkvæmd sem var boðin út á síðasta ári, en ” frestað fram eftir árinu “.
Búið er að grenndarkynna og afgreiða úr nefndum Fjarðabyggðar lóðina við Ystadal 6-8sem við sóttumst eftir undir 4 íbúða raðhús, þar er útlit fyrir að 3 íbúðir séu seldar / eru fráteknar eins og er.
Þar er áætlað að byrja á aðstöðusköpun fljótlega í Febrúar og áætlað er að teikningar og skilalýsingar verði tilbúið þá líka. Þegar það verður tilbúið þá verður haldinn fundur með þeim sem hafa áhuga og endanlegar teikningar og skilalýsingin opinberað.
Miðað við áhugann, þá er stutt í að sótt verði um næstu lóð við hliðina fyrir samskonar hús.
Umboð og þjónusta fyrir vörur Glerborgar er komið í gang og munum við fljótlega fara í að auglýsa og kynna það verkefni.
Eitthvað er þegar fyrirliggjandi af verkefnum tengdum því.
Samhliða því munum við leggja áherslu á að selja vörur frá Einari Á í afmörkuðum vöruflokkum, amk til að byrja með, þakdúkar, límbönd og þéttiefni o.fl…