Allt á fullu

Langt síðan hér hefur komið inn uppfærsla en það er allt á fullu í hjúkrunarheimilinu á Eskifirði í gipsklæðningum milliveggja, verkið að nálgast það að vera hálfnað og allir að mæta á morgun, rafvirkjar, blikkari og píparar til að hrúga sínum lögnum inn í veggina svo við getum lokað þeim jafnharðan.

Á Reyðafirði er eitt hús í byggingu en þar gerast hlutirnir hægt enn sem komið er, beðið er eftir lagnaefni í gólfhita og áætlað að steypa gólfplötu á föstudag nk.                               Verið er að huga að byggingu á hesthúsi á Reyðarfirði, sem gæti verið tilbúið í vetur eða vor.

 

 

Ómar að saga Viroc plötur í sökkulklæðningu
Ómar að saga Viroc plötur í sökkulklæðningu