Sumarið rúllar

Þá er þetta farið að rúlla aðeins, erum  með bílskúr í byggingu og stóra verkið á Seyðisfirði er að hefjast á næstu dögum, þegar lokið hefur verið við uppsetningu vinnupalla.
Amk 2 nýir starfsmenn eru væntanlegir á næstunni og verður það góð viðbót við hópinn.
2016-06-06 12.59.57
Hér má sjá hópinn í steypubrjálæði á byrjunarstigi.

 

Hér er svo mynd frá Gilsá í Breiðdal, en þar var skipt um járn á þaki og þakrennur.

2016-05-30 13.20.42

Á myndinni hér að neðan er verið að lagfæra hús á Faskrúðsfirði, eftir foktjón. Þessu verki er lokið.

2016-04-21 13.26.07

 Með haustinu bíða svo fjölmörg verkefni sem byrjað er nú þegar að vinna í við pantanir, öflun tilboða og annað sem tilheyrir verkefnum í vinnslu.

 

Góðar stundir ..