Dagur þaktúðunnar

Næstkomandi föstudag 03.03 ´17 munum við halda dag þaktúðunnar heilagan og gera okkur glaðan dag á Skaftfelli,
þar sem veitingar verða reiddar fram af stakri snilld að venju þegar Skaftfell er annars vegar.

Eftir matinn verður enginn annar en Andri Bergmann mættur með kassagítarinn og mun gleðja okkur og aðra gesti með spili og söng.

Hvetjum alla til að mæta og halda uppá þetta merkilega fyrirbæri með okkur..