Föstudags ..

Heimasíðan og pósturinn komið í stand…

Eftir kerfishrun hýsingaraðila er allt að komast í lag aftur…

Staðan er þannig í dag að  :

 

Smá bakslag kom í verkið á Fáskrúðsfirði þar sem eigandinn þurfti lengri tíma til undirbúnings en áætlað var og mun það tefjast eitthvað, en allt er klárt á þessum enda og aðeins búið að kíkja í pakkann og taka til. Allt klárt í að halda áfram þegar undirbúningurinn er búinn.

Á síðustu vikum er búið að kaupa 32 metra Benazzato byggingarkrana og Weidermann 5522 skotbómulyftara.

Gaman að prófa svona tæki …

Vinna við áhaldahúsið á Seyðisfirði er farin af stað , eftir að síðustu vikur hafa farið í slípun gólfa, lofta og veggja á steyptum hluta hússins, til að komast fyrir allar skemmdir sem þar voru orðnar.
Þau tæki eru nú laus til frekari verkefna.

Verið er að vinna við að beygja vatnsbretti og gluggaáfellur fyrir húsin sem verið er að klæða á Breiðdalsvík, þar hafa  orðið tafir af óviðráðanlegum ástæðum en lítill hluti er eftir af þeim verkum.

Vinna við klæðningu á Salthúsinu á Stöðvarfirði er einnig farin af stað, þakkantur er kominn upp og þakrennur í pöntun.

Nokkur minni verk í frystihúsi SVN á Seyðisfirði eru einnig í vinnslu.

 

Góðar stundir..