2017 á enda

 

 

 

Gleðileg jól.

 

Árið 2017 var gott ár fyrir reksturinn, skuldastaða félagsins er góð, fjárfestingar í bílum og tækjum voru í samræmi við það og fyrir komandi verkefni er nú þegar er búið að kaupa 32 mtr byggingarkrana, skotbómulyftara og verið er að skoða kaup á spjótlyftu.

Verkefnastaðan á árinu var mjög góð og hefur gengið vel á flestum vígstöðvum,
verkefni á Seyðisfirði voru mjög stór hluti af starfsseminni þetta árið sem og síðasta ár.

Lokið var við klæðningu á frystihúsi SVN á Seyðisfirði, uppsteypu stoðveggja og árekstrarvarna.
Klæðningaverkefni á Breiðdalsvík liggja í vetrardvala eins og er en fara í gang aftur á nýju ári, samhliða vinnu í nýju áhaldahúsi á Seyðisfirði og lokafrágangi slökkvistöðvar og nokkura minni verkefna við frystihús SVN á Seyðisfirði.
Mygluskoðanir á árinu voru margar og fjölbreyttar á árinu og skoðað var um allt austurland, ásamt skoðunum á Akureyri og Siglufirði. Loftsýnatökur voru mjög stór hluti af þeim skoðunum, sem og ráðgjöf til húseiganda um aðgerðir þar sem skemmdir voru til staðar. Þó nokkuð var um skoðanir húsa sem voru að fara í sölu eða fyrir þá sem voru að kaupa og vildu nýta sér þjónustu okkar, það skilaði því að viðskiptavinir okkar sluppu við að kaupa köttinn í sekknum í 2 tilfellum, sem er mjög gott, sparar málaferli og almenn leiðindi, auk alls kostnaðar sem hlýst af svoleiðis málum.
Byggingastjórn og eftirlit með framkvæmdum fyrir ýmsa aðila var 1 stöðugildi á árinu og fleiri verkefni eru í undirbúningi.
Starfsmannafjöldi var að jafnaði 8 starfsmenn og 2-4 einyrkjar / undirverktakar.

Verkefni við húsbyggingar á Fáskrúðsfirði sem áttu að hefjast á haustmánuðum eru ennþá í bið vegna biðar eftir teikningum og efni frá eiganda húsanna, þar verður vonandi hægt að hefjast handa fljótlega á nýju ári.