Jólakveðja

Við óskum öllum starfsmönnum og fjölmörgum viðskiptamönnum okkar fyrir samstarfið á árinu og hlökkum til að vinna með ykkur á nýju ári.

Núna í vikunni skilum við af okkur 2 stórum verkefnum, sem eru endurbygging á Búðareyri 11-13 á Reyðarfirði og Stekkjarholt 6 sem við erum að skila fokheldu til nýrra eigenda fyrir jólin.

Á nýju ári verður mikið um að vera hjá okkur og fjölmörg spennandi verkefni í pípunum í mörgum mismunandi verkum.
Skoðun fasteigna verður að öllum líkindum mun stærri liður í starfsseminni en áður, almenn verktaka lítur vel út og stór verkefni í kortunum.
Bygging raðhúss á Eskifirði og einbýlis á Reyðarfirði er komið af stað, búið er að skila inn útlitsmyndum arkiteksts fyrir grenndarkynningu inni í dal á Eskifirði. Þær eru hér neðar.
Fleiri teikningar koma hér inn um leið og þær eru orðnar opinberar

(99) 1-00 útgáfa I_grendarkynning

Verið er að skoða byggingu á einbýlishúsi  við Brekkugerði 5 og Sunnugerði 20 á Reyðarfirði, en val á teikningu, klæðningum og öðrum útfærslum er nánast lokið.