Leiðbeiningar – Forðist Rakaskemmdir

  • Inniloft verður iðulega of rakt vegna matargerðar, þvotta, böðunar og inniveru fólks. Til þess að komast hjá raka (myglublettum o.s.frv.) getur verið nauðsynlegt að gera eitthvað sjálfur til að koma í veg fyrir þetta. Menn halda gjarnan að íbúðin “loftræsti sig sjálf” en sú er sjaldan raunin. Það er því undir íbúum sjálfum komið að “lofta” íbúðina nógu vel til að fjarlægja þann raka sem myndast.

 

  • Gerið því tvennt:
    1. Takmarkið rakamyndun í eldhúsi og baði.
    2. Fjarlægið þann raka sem myndast.

 

  • Þetta er auðvelt að gera með loftræstingu, opnið glugga nokkrum sinnum á dag. 10-15 mín. í einu er nóg, eða með viftum loftventlum o.s.frv.

 

  • Í nýjum byggingum er oftast byggingaraki, því er nauðsynlegt að loftræsta meira en ella, fyrsta árið eftir að flutt er í nýja íbúð. Ef raki sest á rúður bendir það til ónógrar loftræstingar.

 

 

  • Þéttilistar á gluggum og hurðum geta gert íbúðina svo þétta að auka þarf loftræstingu enn meir.

 

  • Birgið ekki ofna með húsgögnum eða gluggatjöldum.

 

Leiðbeiningar - Forðist rakaskemmdir