Verkefnin framundan

Hér snjóar verkbeiðnum og fyrirsjáanlegt skemmtilegt sumar , vetur og vor.

 

Verið er að vinna í verkefnum um allt austurland og til að mæta vaxandi verkefnum höfum við bætt verulega við fjölda smiða, verkamanna
og núna í júní tekur  Úlfar Trausti, byggingafræðingur til starfa. ( Hann er svo menntaður að ég nenni ekki að setja það allt inn ).
Rafvirkinn Kristján Valur er tekinn til starfa hjá okkur líka og sinnir ýmsum verkefnum hér innanhúss.

Brunahönnun og teikninvinna á Djúpavogi
Salthúsið á Stöðvarfirði, þar er uppfyllingarverkefni við klæðningar
Klæðningar á Breiðdalsvík eru að klárast
Verið er að semja við Vegagerðina um endurbætur á húsnæði á Reyðarfirði
Vinna er í gangi við skoðun og lagfæringar á stóru iðnaðarhúsnæði, þar sem teikningum og tillögum að úrbótum verður skilað inn á næstu dögum.
1 Íbúðarhús er í byggingu á Reyðarfirði og þar eru 2 lóðir tilbúnar til að byggja á þeim
6 lóðir bíða okkar og teikninga á Eskifirði
Seyðisfjörður er orðinn alveg fastur punktur hjá okkur, þar erum við að vinna fyrir Seyðisfjarðarkaupstað
Við endurbætur á Herðubreið, áhaldahúsi og slökkvistöð.
Fyrihugaðar framkvæmdir á Gilsbakka 1 og Framnes prestbústað á Seyðisfirði.
Fjölmörg verkefni eru einnig í gangi fyrir SVN á Seyðisfirði.
Á Reyðarfirði eru nokkur minni verkefni í gangi og mikið um að vera í okkar eigin aðstöðu,
en nýlega fengum við keypt húsnæðið við hliðina á gamla verkstæðinu okkar og þar er verið að mála loft og veggi, flota gólf,
breyta lýsingu og færa til raflagnir, koma fyrir og telja lager ásamt hönnunarvinnu á framtíðarnotkun hússins, ásamt tækjakaupum
sem eru nauðsynleg.

Verið er að vinna í tilboðsgerð í verkefni á Eskifirði ásamt því að fleiri verkefni eru að nálgast og verða unnin í vetur og næsta sumar.

Minnum á verkbeiðnaformið hér á heimasíðunni okkar fyrir þá sem vilja bæta á okkur verkefnum.