Við bjóðum húsbyggjendum uppá þjónustu byggingarstjóra samkvæmt lögum á þeim verkefnum þar sem ber að hafa löggiltan byggingarstjóra/verkefnastýringu á byggingarstað.
Og Synir bjóða verkkaupum og verktökum upp á ráðgjöf, byggingjarstjórnun og verkefnastjórnun.
Þjónustum húsbyggjendur við upphaf framkvæmda og til fullkláraðs verks.
Greinum þarfir viðskiptavina og tengjum þau við okkar hönnuði / verktaka.
Farið er yfir fyrstu skref og aðstoðað með samskipti við hönnuði, byggingaryfirvöld og aðra sem þarf til að tryggja að framkvæmdin gangi hnökralaust fyrir sig.
Fyrirtækið er í samstarfi við alla meistara og jarðvinnuverktaka sem þarf til að vinna verkið.
Framkvæmum eftir þínum þörfum.
Hægt er að velja á milli 5 þjónustuleiða
Frá upphafi til enda
Þessi leið hentar þeim sem eru búin að tryggja sér lóð og vilja hefja framkvæmdir fljótlega en eru ekki viss hvernig eigi að fara að.
Láttu okkur sjá um allt
- Verkefnastýring (samkvæmt leið 2)
- Byggingastjórnun (samkvæmt leið 3)
- Iðnmeistarar (útvegum trausta meistara/verktaka í hverri iðngrein)
- Jarðvinnuverktakar
- Aðstoðtum og/eða sjáum um allar umsóknir til leyfisveitenda
- Umsóknir til veitustofnanna
- Gerð áhættugreininga
- Öryggiseftirlit
Verkefnastýring / Upphaf Verkefnis
Verkefnastjóri hefur umsjón með hönnun byggingar í samstarfi við húsbyggjanda. Verkefnastjóri sér um að gera verkáætlun og ýmsar aðrar áætlanir og samræmir verktaka samkvæmt áætlunum.
- Verkefnastýring
- Hönnunarvinna
- Gerð verkáætlana
- Fjárstreymisáætlun
- Aðföng
- Eftirfylgni áætlana
Byggingastjórnun
Byggingarstjóri er faglegur ráðgjafi húsbyggjenda, aðstoðar við ráðningu meistara og samskipti við leyfisveitendur.
Byggingarstjóri og húsbyggjandi sjá um gerð áhættugreininga og öryggiseftirlit á vinnusvæðum.
- Byggingastjórnun
- Gerð áhættugreininga
- Öryggiseftirlit
Almenn verktakavinna
Fyrirtækið útvegar starfsmenn/verktaka eftir umfangi verkefnisins og sjái alfarið um framkvæmd verka með eða án aðfanga.
Starfsmenn fyrirtækisins hafa viðtæka reynslu af stórum sem smáum verkefnum. Sem dæmi um verkefni má nefna: jarðvinna, mótauppsláttur, járnbending, niðurlögn steypu, ísetning glugga, þakvinna, þakrennur og niðurföll, einangrun og utanhúsklæðningar af ýmsum gerðum.
Viðbótarþjónusta
- Eignaskiptayfirlýsingar
- Arkitektaþjónusta
- Verkfræðiþjónusta
- Raflagnahönnun

Viltu vita meira?
Hafðu samband við okkur og við leiðbeinum þér í rétta átt.