Mygluskoðanir og Rakamælingar

Og Synir hafa víðtæka og langa reynslu á sviði rakamælinga og mygluskoðana / mygluleit ( myglan er ekki sýnileg nema í 20% tilfella ).

Myglan er fundin með rakamælingum, sýnatöku og hitamyndavél.

Fagaðili mætir á staðinn, skoðar rými þar sem grunur er um myglu eða rakaskemmdir,  framkvæmir rakamælingar og tekur loftsýni og/eða sýni úr byggingarefnum ef grunur er um myglusvepp.  
Þegar niðurstöður liggja fyrir er veitt ráðgjöf um framhald og vinna við úrbætur ákveðin í samráð við eigendur.  

Innan fyrirtækisins er mikil reynsla af ráðgjöf, verkefnastýringu og vinnu við endurbætur á skemmdum byggingarhlutum og húsum eftir að mygla eða rakaskemmdir hafa uppgötvast

Mygluskoðanir og mygluleit með rakamælingum

Mygla og Raki

Mygla er agnarsmár sveppur (myglusveppur) og myndar gró sem svífa um í loftinu.  
Mygla þrífst best í röku umhverfi og er vöxtur hennar háður fjórum þáttum: æti, lofti, viðunandi hitastigi og vatni. Myglan getur haft alvarlegar afleiðingar á heilsufar einstaklinga og því nauðsynlegt að bregðast við því eins fljótt að auðið er.  
Samkvæmt leiðbeiningum frá Umhverfisstofnun er lykilinn að því að koma í veg fyrir að gróin breytist í mygluvöxt er að hafa stjórn á raka.  

Myndir af rakaskemmdum og myglu