Þjónustan okkar

Byggingaverktaki

Við þjónustum fyrirtæki, félög og einstaklinga í formi nýbygginga og smiðavinnu. Erum með yfirumsjón og stýrum verkefnum sem falla undir skilmála hlutdeildarlána og erum í samstarfi við reynda hönnuði (arkitektar, verkfræðingar og raflagnahönnuðir). Í nánustu framtíð er stefnt að verkefnum sem tengjast byggingu vistvænna húsnæða.

Viðhald

Tökum að okkur verkefni sem innihalda viðhald og endurbætur fyrir félög, fyrirtæki og einstaklinga. Í viðhaldsverkefnum hefur orðið til mikil þekking og reynsla.

Þjónusta fyrir húsbyggjendur

Þjónusta við húsbyggjendur við upphaf framkvæmda. Bjóðum húsbyggjendum þjónustu byggingastjóra samkvæmt lögum á þeim verkefnum þar sem ber að hafa löggiltan byggingarstjóra/verkefnastýringu á byggingastað. Erum í samstarfi við alla meistara og jarðvinnuverktaka sem þarf til að vinna verkið.

Mygluskoðanir og rakamælingar

Og Synir hafa víðtæka og langa reynslu á sviði rakamælinga og mygluskoðana / mygluleit. Innan fyrirtækisins er mikil reynsla af ráðgjöf, verkefnastýringu og vinnu við endurbætur á skemmdum byggingarhlutum og húsum eftir að mygla eða rakaskemmdir hafa uppgötvast.

Ástandsskoðun fasteigna

Nauðsynlegt er að vita hvert ástand hússins er þegar verið er að verðmeta eigninna til sölu, leigu eða fyrirhugaðar eru framkvæmdir (húsfélag). Og Synir hafa margra ára reynslu af alhliða ástandskoðunum á fasteignum og ýmissi þjónustu við húsfélög, einstaklinga og fyrirtæki.

Senda verkbeiðni

Ef þú hefur spurningar um tilvonandi verk, vilt fá verðtilboð eða annað sem þú ert að velta fyrir þér þá er velkomið að senda inn verkbeiðni. Við svörum við fyrsta tækifæri.