Um félagið

þorsteinn erlingsson og synir ehfOg Synir ehf var upphaflega stofnað í Júní 2003 af Þorsteini Erlingssyni, húsasmíðameistara.

Starfsmenn voru aðeins tveir  fyrsta árið en hafa fjölgað síðan og voru í ársbyrjun 2007, 24 talsins, fjöldi var mestur í lok árs 2007 eða 29 manns.  Starfsemin var í upphafi eingöngu við undirverktöku í hinum ýmsu verkefnum en árið 2004 var tekin stefna á eigin framkvæmdir og var fyrsta húsinu skilað til kaupenda í September sama ár.

Árið 2005 var farið af stað í samvinnu við Akur á Akranesi um byggingu á níu íbúðum á Reyðarfirði. Fimm þeirra hafa þegar verið skilað til kaupenda, þar af var eitt einbýli og fjórar íbúðir í parhúsum.  Í dag eru fjórar íbúðir í raðhúsi í byggingu.

Samhliða sáu Og Synir alfarið um utanhúss klæðningar fyrir ÍAV á Egilsstöðum og á fimm íbúða raðhús á Reyðarfirði. Þeir hafa einnig séð um uppsettningu inniveggja og reisninga á húsum fyrir ÍAV með afbragðs árangri.

Við þakskiptin á Egilsstöðum og Reyðarfirði var Þorsteinn byggingastjóri fyrir hönd ÍAV, skipt var um þök á rúmlega 50 húsum sem höfðu verið byggð 5-6 árum áður.

Stefna Og Sona í gæðamálum er mjög skýr, allur frágangur og efnisval fullnægir ströngustu kröfum kaupenda, enda hafa kaupendur verið hæstánægðir með eignakaupin.

 

 

Þorsteinn Erlingsson, eigandi fyrirtækisins og framkvæmdarstjóri.

  • Útskrifaðist sem húsasmíðameistari frá Iðnskólanum í Reykjavík  1998 samhliða byggingarstjórastöðu hjá Byrgi ehf í Kópavogi. Verkefni hjá Byrgi ehf fólust í stækkun fjölbrautarskólans við Ármúla og byggingu leikskólans við Funalind í Kópavogi.
  • Verkstjóri hjá Bergverk ehf
  • Flokkstjóri hjá Ístak við stækkun Kringlunnar 1999.
  • Sem hlutaeigandi fyrirtækisins Hörðubóls ehf  sá hann og meðeigandi hans, Einar Sigurðarsson,  um uppsteypu á Krókhálsi 5a, b, c og d ásamt bílakjallara þar sem þeir áttu einnig mótapakkann sem notaður var við verkið.
  • Að loknu verkefni  við Krókháls sáu þeir alfarið um byggingu tveggja einbýlishúsa í Garðabæ .
  • Þorsteinn starfaði hjá Hyrnunni á Akureyri  í eitt ár.
  • Eigin rekstur síðan árið 2003, við viðhald og nýbyggingar iðnaðar og íbúðarhúsnæðis.
  • Endurmenntun og önnur námskeið sótt eins og þurft hefur, hitavinna, rafmagnsöryggi, vinna í lokuðum rýmum, fallvarnarnámskeið, uppsetning vinnupalla.
  • Starfsleyfi byggingastjóra ásamt starfsreynslu.
  • Réttindi til brunaþéttinga
  • Vinnuvélaréttindi á flestar vélar og tæki.
  • 3 Útskrifaðir nemar af námssamningi í húsasmíði, einn námssamningur í gangi og 2 nemasamningar á leiðinni í vinnslu.

Og Synir / Ofurtólið ehf
Nesbraut 6
730 Reyðarfjörður
Fjarðabyggð

Sími 8219747