Um Og Synir

Og Synir ehf var upphaflega stofnað í Júní 2003 af Þorsteini Erlingssyni, húsasmíðameistara, og hefur verið framkvæmda- , bygginga- og verkefnastjóri fyrirtækisins frá stofnun.

Fyrirtækið var stofnað á Reyðarfirði og þar starfar vel útbúinn hópur af okkar fagmönnum.  Árið 2020 voru höfuðstöðvarnar fluttar í Hafnarfjörð. Á Höfuðborgarsvæðinu hefur fyrirtækið stýrt verkefnum, séð um byggingarstjórn í góðu samstarfi við aðra verktaka, pípulagningarmenn, rafvirkja, múrara, blikksmiði, húsasmiði, málara og fleiri.

Fyrirtækið hefur sinnt í gegnum árin fjölbreyttum viðhaldsverkefnum, nýbyggingum, útboðsverkefnum og þjónustað húsbyggjendur við byggingarstjórn og verkefnastýringu.

Þjónustum húsbyggjendur með heildarlausnum til verkkaupa þar sem fyrirtækið sjái um og aðstoðar með samskipti við aðra verktaka, birgja og aðra þjónustuaðila sem koma að verkinu.

Erum í samstarfi við reynda hönnuði (arkitektar, verkfræðingar og og raflagnarhönnuðir) aðstoðum húsbyggjendur við hönnun og samskipti.

Stefna fyrirtækisins í gæðamálum er mjög skýr, allur frágangur og efnisval fullnægir ströngustu kröfum kaupenda, enda hafa eigendur verið hæstánægðir með verkefnaskil. Til að tryggja gæði er unnið samkvæmt gæðahandbók.

Fyrirtækið leggur mikla áherslu á aðbúnað og öryggi starfsmanna og verktaka á vinnustað.

Allt gert til að veita viðskiptavinum heildarlausn við framkvæmdir.