Mygluverkefnið að fjara út

Þá er loksins farið að sjást fyrir endann á þessu stóra verkefni, sem er búið að spanna nánast 5 ár frá því að fyrst var farið að finna lausnir á þessu vandamáli
og þar til núna að því er lokið, með því að skipta um þök á 51 húsi.
Í dag fór síðasta áfellan á síðasta þakið í verkinu og því eru aðeins minni háttar hliðarverkefni sem eftir er að ljúka og þau eru áætluð fyrir mánaðarmótin sept-okt.

Þetta er búið að vera lærdómsríkt á allan hátt og mikil reynsla orðið eftir í kjölfarið á þessu verki, en umfram allt hefur allt það fólk sem komið hefur að því að vinna þetta verkefni verið samstíga og samvinna góð manna á milli, stjórnendur og verktakar hafa unnið saman að því að sigla þessu verki í höfn og það er hugsanlega rannsóknarefni að ekki hafi orðið árekstrar milli manna í öllu verkinu.  Að vera byggingarstjóri á svona framkvæmd er mikil reynsla líka og fer á reynslureikninginn .