Hitamyndavél

mildew_new
Þarna sést rafmagnstafla og myndina mætti túlka sem hættustigi væri náð, mikill hiti á ákveðnum svæðum, líklega of mikið álag á rofana.
Mynd úr safni.

Með hitamyndavél er hægt að sjá marga hluti, leita að leka í veggjum, gólfum eða á öðrum stöðum.Hægt að sjá hvar einangrun í veggjum, þökum eða öðrum hlutum bygginga er léleg,

bilanir í rafmagnsmótorum, ofhitnun stakra öryggja í rafmagnstöflum þar sem álag á staka liða er of mikið, svo eitthvað sé upptalið.

Möguleiki á að taka talsett videó ef það hentar og það getur verið gott sem minnispunktar við skýrslugerð eða ef verkkaupi er ekki á staðnum til frekari skýringa,varðandi aðstæður og annað.

 

Einangrun í þaki
Þessi mynd er samsett úr ljósmynd og hitamynd, sem vélin tekur samtímis, búið að taka óþarfa litadýrð út af myndinni og setja staðreyndina í fyrsta sæti, þarna vantaði einangrunarbút sem var 10 x 20 x 5 sentimetrar ( l x h x b ).

 

Stofa
Þarna er slegið inn gildum, loftraka inni, og lofthita inni, vélin reiknar út hvar raki muni þéttast og geta leitt til rakaskemmda og myglumyndunar.
Eins og sést þessari mynd er ástandið ekki gott og myndirnar 2 hér að neðan eru teknar á sömu forsendum.
Bað herbergi
Hér er búið að taka myndi á sama hátt, athugið að þetta er baðherbergi og rakastig oft mun hærra en þarna, þegar þessi var tekin var rakastig lágt og hitastigið í íbúðinni undir venjulegum mörkum
Eldhús
Sama viðfangsefni og sama niðurstaða
652027
Sé ekkert að gert þegar vísbendingar liggja fyrir getur þetta endað svona…
( Mynd mbl.is )