Uppfærsla verkefna.

Á föstudag var handsalaður samningur Við Og Syni um að leggja til byggingarstjóra á framkvæmdum við áhaldahús Seyðisfjarðar,
þar sem 4 menn á vegum bæjarins eru að hefja störf við endurbyggingu hússins, eftir áralangan leka og skemmdir af völdum hans.
Eins og stendur er áætlað að endurnýjað þak verði komið á fyrir jól.

Allt stefnir í rétta átt í frystihúsinu á Seyðisfirði, þakinu er 96% lokið, einungis frágangur eftir, klðningar í kringum þakglugga túður í kilinum og kjölurinn sjálfur.
Veggir eru ca 70 % tilbúnir undir veggjaklæðningar og verður byrjað að klæða þá í viku 46.
Ísing á þaki og myrkur eru aðeins farin að setja mark sitt á verkefnið en ekki ollið neinum töfum ennþá,
en mikil vatnsveður hafa spillt nokkrum dögum í haust

Starfsmenn við verkið eru nú orðnir 6 og mun sá fjöldi haldast áfram í verkinu.

Fjölmörg spennandi verkefni eru svo framundan hjá okkur á Seyðisfirði, Breiðdalsvík og Reyðarfirði.

 

2016-11-01-17-21-46 2016-11-09-17-31-37

Að loknum vinnudegi. Búið að klára undirkerfi á framhlið og verið að lekta þak á karageymslunni.

 

Góðar stundir