Við opnum starfsstöð á Seyðisfirði

Þá er klæðningar verkefnið okkar við fiskvinnsluna að fjara út og við taka viðbótar verkefnin sem og ný verkefni í bænum.
Hér verða eftir 3-4 starfsmenn sem munu mynda starfsstöðina okkar og halda áfram að sinna þeim verkefnum sem eru í gangi.
Aðrir starfsmenn fyrirtækisins munu hverfa til verkefna á Breiðdalsvík á næstu dögum.

Fram undan er mikið af spennandi verkefnum, bygging á aðstöðuhúsi og sumarbústað sem fer í ferðaþjónustuna,
utanhússklæðningar, gluggaskipti og endurnýjun þaks á amk 4 húsum, ásamt fleiri minni verkefnum .

 

Já, okkur vantar smiði, ef þú varst að pæla í því 🙂