Á döfinni ..

15 maí var opnað útboð á vegum Fljótsdalshéraðs í klæðningu á eldri hluta grunnskólans á Egilsstöðum.
Og Synir/Ofurtólið átti eina boðið í verkið.
Samningar um verkið eru hafnir og gangi allt eftir verður verksamningur undirritaður á næstu dögum.
Verkið er unnið á þessu ári og því næsta.

Á fimmtudag verður bryggjuþekjan á Eskifirði steypt og verður það stór dagur hjá okkur, 112 m3 steypa, slípuð og kústuð á yfirborði. 
Áætluð verklok voru 1 júní og þau munu standa vel af sér. Kanttré verður sett til bráðabirgða þar sem afhending er að dragast á því efni.

I vikunni verður svo undirritaður verksamingur v endurbóta á Bleiksárhlíð 32. Þakviðgerð, þakgluggar, svalahurðar o.fl.

Í útboði eru svo núna Vatnstankur á Fáskrúðsfirði og stækkanir fyrir Landsnet á Eskifirði og Norðfirði.