Þetta ár verður eins og 14 mánuðir !!

Eftir skrýtna mánuði, með Covid 19 og leiðinlegan vetur með erfiðum veðrum, þá er sumarið farið að rúlla hjá okkur.
Í gær byrju

ðum við á þakinu á Réttarholti 1-3 á Reyðarfirði sem er byrjunin á einhverjum tæplega 1000 fermetrum af þökum sem við munum endurnýja í sumar.
Steypuverkefni eru einhver komin á dagskrá fyrir sumarið ásamt pallasmíði og ýmsum verkefnum hérna á austurlandi.
Vonast er svo til að ástand verði þannig að við munum svo loksins sjá fram aðstæður til að geta byrjað á Ystadal 6-8 seint í sumar eða haust.

Á höfuðborgarsvæðinu er verið að vinna í 3 verkefnum eins og er, Einbýli í Vogunum í samstarfi við Emerald ehf, þar sem við erum með byggingastjórn og umsjón verksins.
Pálsbúð 24 í Þorlákshöfn sem er á hönnunarstigi en komið á sölu.
Í Skarðshlíðinni erum við að vinna með hönnuði og eiganda að nýju húsi þar sem við verðum með byggingastjórn og stýrum verkefninu ef af
verður.
Í Skarðshlíðnni erum við einnig að undirbúa hönnun á 12 íbúða húsi sem verður okkar verkefni í heild.

En til að koma í veg fyrir misskilning sem hefur verið að flækjast um þá er fyrirtækið ekki að hætta starfssemi á austurlandi, heldur eru þetta bara breytingar á starfsseminni sem eru í gangi.
Við erum enn að bjóða í verk á austurlandi og það er ekkert að breytast,
Og Synir áttu lægsta boð í verkefni á Eskifirði sem opnað var í vikunni og reiknum með að samið verði um það á næstunni.