Rakamælingar

MO257
Rakamælir, sem mælir djúpt inn í efnið allt að 45 mm, hentar vel td þar sem flísar eru á veggjum og grunur um leka sem sést ekki með berum augum en mælist auðveldlega með svona mæli.

 

 

Testo 606-1
Rakamælir sem vinnur á yfirborði viðfangsefnins, hentar í all timbur,steypu og múr.
Testo 616
Þetta er mjög nákvæmur og góður mælir sem mælir djúpt niður í efnið, tré, steypu og múr. Mælir allt að 50 mm inn í efnið.

Rakamælar henta við flest alla lekaleit og til að ákvarða hvort veggir og gólf séu fullþornuð, spartl, málning og gólfefni þurfa rétt rakastig við lagningu til að fá fullan líftíma.

Lekaleit í sturtuklefum td er vandasöm en það er hægt að finna lekablettina með einum mæli og getur tíminn sem fer í það borgað sig margfalt.

 

 

IMG00294-20120208-1643
Þessi skemmd lét ekki mikið yfir sér, en eftir mælingar og skoðun var ljóst að mikið væri að í þessu tilfelli.
Picture 014
Svona leit þetta út þegar byrjað var að rífa, myglað, silfurskottur og fúkkalykt ..
Picture 016
Hér er búið að rífa aðeins meira og skemmdir að koma betur í ljós
Picture 022
Hér er skemmdin komin enn betur í ljós, en ekki öll kurl komin til grafar enn þegar þarna var komið sögu ..
Picture 001
Viðgerð lokið í stofu, verið að skipta út parketi sem eyðilagðist.