Mótel á Reyðarfirði

Í síðustu viku var hafist handa við breytingu á gamla Esso / N1 skálanum á Reyðarfirði, byggt verður við húsið, en í nýja hlutanum verða  12,  2-3 manna herbergj, en gamla húsinu verður breytt í 10 herbergja einingu. Öll 22 herbergin verða með sér inngangi, glæsilegu baðherbergi ásamt venjulegum hótelinnréttingum, skápum og öðru og góðu aðgengi fyrir fatlaða.

 

IMAG0205
Hér er byrjað að móta fyrir nýjum sökkulveggjum þar sem gamla húsið er stækkað. Útveggur hússins mun svo færast út í sömu línu og þakkantur hússins.
IMAG0204

Stutt að fara á næsta veitingastað ..

Af nógu er að taka í verkefnum, verið er að vinna að ýmsum verkefnum fyrir einstaklinga, erum að vinna fyrir Vís í að bæta vatnstjón, skipti á innréttingum, gólfefnum og fleiru því tengdu.

Í vikunni var einnig gengið frá kaupum á sökkli í Stekkjarholti 6 á Reyðarfirði, kaupandi Erting eignarhaldsfélag ehf, seljandi var Arion banki. Teikningar af 192 fermetra einbýlishúsi fylgja með í kaupunum og áætlað er að húsið verði fullbúið og tilbúið til afhendingar í desember á þessu ári..

Fyrirspurnir frá áhugasömum sendist á tölvupósti á ogsynir@simnet.is