Framkvæmdafréttir

Vinna við mótelbyggingu gengur vel og úthringurinn er að verða kominn í endanlega mynd, búið að rífa úr glugga og annað að mestu, skólplagnir innanhúss komnar niður og gólfin að verða tilbúin til að leggja á þau gólfefni þegar að þeim kemur. Gluggar og hurðir koma hingað á Reyðarfjörð strax eftir páska. Steyptar einingar í viðbygginguna eru komnar í framleiðslu hjá VHE á Egilsstöðum og er gert ráð fyrir að hægt verði að reisa sökkla á næstunni..

Síðustu daga hefur verið unnið með ÍAV við að yfirfara rannsóknir sem unnar voru í myglumálinu í Votahvammi og á Breiðamel, með í för var norskur sérfræðingur í myglu og myglurannsóknum, unnið var á Egilsstöðum á þriðjudag og á Reyðarfirði á miðvikudag, ásamt íbúafundum sem haldnir voru með húseigendum á báðum stöðum, þar sem farið yfir stöðu mála í viðgerðaráætlun frá hendi ÍAV. Fundirnir fóru vel fram og ætla má að menn hafi fengið svör við sínum spurningum.

Nokkur minni verkefni eru í gangi, gluggasmíði, endur-uppsetning eldhúsinnréttingar sem skemmdist í vatnstjóni, ásamt ýmsum smáverkefnum fyrir Vínbúðina á Reyðarfirði.            Sólskáli, endurnýjun á 70 fermetrum af gólfefnum, stækkun á sumarbústað og margt fleira er á prjónunum, eins og bygging á einu íbúðarhúsi þar sem stefnt er að verklokum í október lok.