Viðbygging

Í dag var byrjað að moka fyrir viðbyggingunni við Tærgesen – mótel á Reyðarfirði, framkvæmdir við eldra hús ganga vel og er stutt í að hurða og gluggaísetning ásamt utanhússklæðningu fari af stað. Milliveggir ( Nípukollur ) eru komnir vel af stað, rafvirkinn ( Rafkul) er kominn á fullt með sitt verkefni. Útlit hússins hefur breyst mikið dag frá degi meðan verið var að forma það aftur, en nú er aðeins eftir að gera þak yfir 1 herbergi sem byggt var við gamla húsið í suður.

Búið er að endurnýja skólplagnir frá Tærgesen og tengja gamla húsið inn á frárennsliskerfið.