Tærgesen

Síðan síðasta innskot birtist er margt búið að gerast, byggingin við Tærgesen er á góðu skriði, eldra húsið er að verða tilbúið undir klæðningu að utan og góður partur af milliveggjum kominn upp, raflagnir komnar af stað sem og pípulögn. Heimtaugar verða teknar inn í næstu viku. Í næstu viku koma sökkul einingarnar frá VHE og verða settar niður á malarpúðann sem kláraðist að þjappa og gera kláran í dag.  Nýtt gæðakerfi fyrir byggingastjóra tekið í notkun í vikunni og það mun leiða til einfaldari og skipulagðari vinnubragða við þann verkþátt.

Svo er gaman að segja frá því að samningar hafa náðst við norskt fyrirtæki um samstarf við töku og greiningu sýna af nokkrum gerðum þar sem grunur er um myglu. Það verður nánar kynnt síðar.