Vorið komið eða hvað

Vorið er greinilega mætt á svæðið með sínum sveiflum, en það stoppar ekki framkvæmdir á svæðinu.

Nú er allt komið á fullt í Tærgesen, innan og utan dyra, verið að klára að steypa undir milliveggi í nýja húsinu og mun það rísa á næstu dögum.

Eldra húsið er að verða tilbúið í klæðningu að utan, hún fer að týnast á í næstu viku að öllum líkindum. Innveggir eru á fullu skriði núna eftir smá flotunarstopp, þar sem rétta þurfti gamla gólfið af.

Lagnavinna er á fullu, vatnslagnir í veggjum eru langt komnar í því sem komið er upp og sama með raflagnir. Málningarvinna er hafin í einu herbergi og fleiri að verða klár í að byrja spörtlun.

 

3 apríl
3 apríl

Í vikunni var svo byrjað að undirbúa lóð fyrir Landstólpa, en þeir koma og reisa hér hús fyrir Flytjanda, en leigja vinnubúðir af Ertingu, skrifstofugám og aðstöðugám.                                                                                                                              Verið er að tengja WC og vatn í aðstöðuna, en áætlað er að hefja framkvæmdir 6 maí.

Talsvert umtal hefur verið um myglu að undanförnu og það er rétt að mæla með að fá fagmenn til að skoða áður en farið er að rífa og tæta, þar sem oft er hægt að mæla og skoða án þess að rífa neitt eða raska í íbúðinni.               Nú liggja fyrir nokkrar pantanir um skoðun og verður farið í þær í þeirri röð sem pantarnir berast.

Rétt að benda á að hér á síðunni er hægt að fylla út verkbeiðni og senda inn myndir sem er alltaf gott til að flýta fyrir greiningu og skoðun.