Verksamningur.

Nú liggur fyrir verksamningur vegna þakviðgerða á Reyðarfirði við ÍAV fasteignaþjónustu.

Verkið felst í að fjarlægja krossvið og skemmda steinull úr þökum 13 húsa og koma fyrir nýrri einangrun, vinpappa og borðaklæðningu á þökin, að lokum verða þau klædd með báruáli.
Verkið hófst í raun í ágúst síðastliðnum þegar byrjað var að prófa þetta á Egilsstöðum með því að taka fyrstu 9 húsin og því er komin nokkur reynsla á þetta verkefni.
Verkið er vandasamt og nauðsynlegt að vinna það eftir bestu samvisku og af vandvirkni.
Eftir áralanga samvinnu við ÍAV var ákveðið að semja um þetta verk við Og Syni þar sem samvinnan hefur verið mikil og góð, meðal annars við rannsóknir á þessum göllum sem verið er að laga núna.
Innifalið í verkinu er samningur um að halda úti  byggingastjóra við verkið hér á Reyðarfirði og á Egilsstöðum þar sem 2 flokkar vinna við sama verkefni.

Uppsetningu á aðstöðu er lokið og verkið sjáft hefst á mánudag 12.05.

Verklok eru áætluð 7 okt. 2014