Hafnargatan á Seyðisfirði

Verkið mallar áfram og þakið er langt komið hjá okkur í klæðningu, en skortur á járni hefur aðeins sett strik í reikninginn, þar sem liturinn kláraðist hjá birgjanum..
Rif og endurnýjun á þaki tekur 2 vikur til viðbótar í þurru veðri og vonast er til að ljúka því sem fyrst.
Undirkerfi veggja er mjög vel á veg komið og ekki eins háð veðri og þakvinnan sem verður erfiðari þegar líður á haustið.
En á heildina litið gengur verkið vel þó að endalaust sé hægt að kvarta yfir veðri og vindum…

2016-08-19-21-07-44 2016-08-24-09-04-40

Á heimleið úr þoku …

Verið að undirbúa hífingu á kofa og frystivélum á þaki hússsins.