10.02.2017

Nú er farið að líða á veturinn og útlit fyrir lágmarks áníð af snjó og frosti eins og er amk, þó að rigni eins og enginn sé morgundagurinn.

Fasteignaskoðun hefur verið að aukast og verða stærri liður af starfsseminu, nú er nýlokið ferð á Siglufjörð og Sauðárkrók þar sem skoðuð voru mismunandi hús með
misjöfn vandamál, sem bíða nú greiningar á sýnum og úrlausnar þegar greining liggur fyrir.

Og já, það styttist í verklok á klæðningum á frystihúsi SVN á Seyðisfirði, en farið er að síga á seinni hluta verksins.
Starfsmannafjöldi er að þokast upp á við og verkefni að bætast við hjá okkur, í komandi viku byrja menn frá okkur að setja upp milliloft og veggi hér á Seyðisfirði og sinna verkefni fyrir Mílu.

Verkefni sumarsins eru að taka á sig mynd og það verður ekkert gat í dagskránni þegar fer að birta af vori, þá er gert ráð fyrir að upphaflega verkinu sem vinna átti í frystihúsinu verði lokið og aðeins eftir viðbótarverk þar.

Verkefni á Reyðarfirði og Breiðdalsvík eru nokkur og verður hægt að hefjast handa við þau fljótlega.
Nokkur verkefni eru í gangi þar sem félagið leggur til byggingarstjóra og / eða meistaraumsjón með framkvæmdum.

Frystihús SVN á Seyðisfirði
Áhaldahús Seyðisfjarðarkaupstaðar
Bílskúr, nýbygging á Reyðarfirði
3 Sumarhús á Unalæk
3 Sumarhús og íbúðarhús á Steinaborg
Gistiheimili á Seyðisfirði
Einbýlishús á Reyðarfirði ( Er á bið )

 

Frystihús SVN klæðningar.

Áhaldahús Seyðisfjarðarkaupstaðar, endurbygging.