Framkvæmdir á Fáskrúðsfirði

Verkefni næstu vikna verður á Fáskrúðsfirði, staðfest.

Uppbygging á Fáskrúðsfirði er næst á dagskrá og þar er stefnt á að ljúka steypu á gólfplötum 8 íbúða, á þessu ári og hefja vinnu við utanhússklæðningar á neðri hæðum húsanna og einingasmíði fyrir 2 hæð.

Unnið er að aðföngum og aðstöðusköpun núna á næstunni, uppsetningu vinnubúða og efnislagers.

Þetta er mikið ánægjuefni að geta sett þetta af stað og lokið þessari framkvæmd sem er búin að standa yfirgefin síðan fyrir hrun.

Að lokum má bæta við að það er alltaf pláss fyrir góða menn í vinnu og verkefni á Breiðdalsvík og Seyðisfirði eru enn í gangi og það mun að öllum líkindum bætast við þau verkefni líka.