Í fréttum er …

Þá er starfsstöðin á Seyðisfirði komin með heimilisfang.
Strandgata 29-33, eigandi húsnæðisins er Erting eignarhaldsfélag ..

 

Verið er að vinna á nokkrum stöðum eins og er, 2 menn eru á Breiðdalsvík og verið að vinna efni handa þeim í Blikklandi á Seyðisfirði.

Áhaldahús og Slökkvistöð á Seyðisfirði eru í fullum gangi, smíðavinnu er að mestu lokið, verið að leggja lokahönd á Epoxy gólf í slökkvistöðinni, raflagnir og pípulagnir eru komnar af stað.

Í Áhaldahúshlutanum er búið að klæða útveggi í skrifstofu/aðstöðuhluta og unnið við að klæða bita í loftum vegna brunavarna og svo á að klæða útveggina sjálfa. Í vikunni verður byrjað að koma upp milliveggjum í skrifstofuhlutanum og stúka það niður í rétt hólf.

Búið er að flota gólf í skrifstofu / aðstöðuhluta á báðum hæðum og kom flotdælan sér vel þar, hún er að afkasta um 2 tonnum á klukkutímann, sem er 10 tíma verk á þann hátt sem venjulegt er að nota..

Skotbómulyftarinn sem keyptur var á í lok árs er svo væntanlegur um mánaðarmótin hingað á Reyðarfjörð, en Kraftvélar lánuðu okkur annan lyftara fram að afhendingu..

Nokkrar myndir…