Staðan er 1:0

Smá uppfærsla .

Nú eru 13 starfsmenn hjá fyrirtækinu ( nemarnir okkar 2 eru í skóla eins og er ) 🙂

Unnið við ýmis verkefni á Eskifirði, Egilsstöðum, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. í Bleiksárhlíð er verið að ganga frá smáverkum áður en hægt verður að klæða álið á þakið, þá er komið að endurnýjun glugga og svalahurða, ásamt því að steypt verður nýtt lag í svalagólfin, regnvatnslagnir endurnýjaðar.
Á Egilsstöðum er vinna við klæðningar elstu hluta skólans á góðu róli og verður væntanlega búið að klæða þar fyrir veturinn.
Búið að setja af stað verkefni í Klettaseli á Egilsstöðum þar sem við sjáum um byggingastjórn o.fl Þar er verið að hefjast handa við jarðvinnu og VHE eru farnir að huga að því að steypa sökkla í einingaverksmiðjunni í Fellabæ..
Verið að hefja hönnunarferli á bílskúr í Fellabæ sem verður svo byggður í framhaldinu..
Á Reyðarfirði er unnið á verkstæðinu við ýmis smáverk sem er fært á vinnustaðina, smíðuð handrið á Bleiksárhlíðina, breytt hurð o.fl fyrir skólann á Egilsstöðum ásamt fleiri tilfallandi verkefnum.
Búið að steypa sökkla fyrir Tengihúsið í Fáskrúðsfjarðargöngunum og verður fyllt undir og járnabundið í gólfplötu á næstu dögum.
Í Álfabrekku á Fáskrúðsfirði er verið að undirbúa uppslátt á sökklum undir bílskúr, þar er búið að steypa fót undir sökkulveggi.

Í Ystadal 6-8 er verið að binda vonir við að hægt verði að byrja fljótlega, teikningar komnar inn til byggingafulltrúa..

Lóðir á ýmsum stöðum undir hús sem hentar flestum, einbýli, rað eða parhús..

Í dag fóru steypumótin af stað til Íslands og verða komin til okkar 26 eða 27 sept, klár í slaginn..

Gætum bætt við okkur byggingafræðing / tæknifræðing eða reyndum manni í ýmsa verkefnastjórnun, tilboðsgerð o.fl.
Gætum bætt við okkur 1-2 lærðum smiðum í uppslátt og almenna smíðavinnu.