Mótin að lenda

Nú er búið að tollafgreiða mótapakkann sem við keyptum fyrir stuttu,
gámurinn verður kominn í hlaðið hjá okkur eftir næstu helgi.
Hluti þeirra fer beint í notkun í verkefni sem er í gangi.

Þessa dagana er unnið á nokkrum stöðum og mikið um að vera, pipasveinablokkin á Eskifirði er að fá nýja veðurkápu, aðeins hinkrað eftir þurru veðri til að geta unnið bratta hlutann á skynsaman máta.
Í grunnskólanum á Egilsstöðum er verið að beygja áfellur á gluggana og panta klæðningarefni á veggina, áætlað er að verklok þar verði í byrjun desember.
Á morgun verða steyptir sökklar undir bílskúr á Fáskrúðsfirði.. Þar mun svo rísa stór og stæðilegur bílskúr í framhaldinu.
Sökklar komnir í Klettaselinu undir einbýlishús og verður hægt að fylla þar inn í sökkulinn fyrir helgina.