Status

Í dag byrjuðum við að klæða báruálið á grunnskólann á Egilsstöðum, eftir að lenda í því að liturinn sem fer á húsið seldist upp í einni pöntun og þurfti að bíða í mánuð eftir nýju efni. Verkið er nokkurn veginn á áætlun og verður lokið 16 des.
Í dag erum við að pakka niður verkfærum og dóti í Bleiksárhlíðinni eftir törnina þar og flytja aðstöðuna á heimasvæðið. Þar hafa framkvæmdir verið stöðvaðar fram á vor þar sem verkliðir sem eftir eru þola illa veturinn og fá því að bíða.
Í vikunni var rifið undan plötunni í tengihúsinu við Fáskrúðsfjarðargöngin og þá er orðið lítið eftir af því verkefni, nokkrir metrar af steinsögun og ísetning á einni útihurð.
Grunnur undir bílskúr í Álfabrekkunni bíður eftir að sléttað verði undir gólfplötuna og verður farið í það verkefni á morgun..

Í Klettaselinu er allt á fullum gangi, steypt botnplata 30 okt og í dag er verið að leggja rafmagn og pípulagnir og veggjum lokað jafnharðan, búið að einangra og víra í loftin. Þakklæðningin og rennurnar ætti að lenda í vikunni og fara á í þessari eða næstu viku, ef veður leyfir..