22 Maí ..

Eitthvað er verið að brasa þessa dagana.
Réttarholtið, 1 hluti orðinn klár undir þakjárn, skipt var um allt timburvirkið, einangrað og lektað.
Áfangi 2 og 3 eru komnir í innkaup á efni og verður byrjað á þeim áföngum á allra næstu dögum.

Á Stöðvarfirði er verið að prófa nýja háþrýstidælu og á í framhaldinu að taka Salthúsið í lokahnykk á verulegri útlitsbreytingu, með nýjum litum. Þar verður svo að venju boðið upp á geymslu fyrir ferðatæki í haust.

Þjónusta við Heimavelli við standsetningu íbúða hefur verið stór liður í vor, þar er nú að mestu lokið framkvæmdum í bili.

Framundan eru fjölbreytt verkefni á Reyðarfirði, þakið á Réttarholt 1-3, nýbygging við Öldugötu, stoðveggir við leikskólann Lyngholt og á Eskifirði þar sem Og Synir átti lægsta boð í niðurrif á 3 húsum..

Í Vogum er svo verið að klára byggingaleyfi undir 150 ferm einbýli þar sem Og Synir munu fara með byggingastjórn á, sem og í Skarðshlíðinni í Hafnarfirði, en þar eru Arkitek að hanna einbýlishús með eigendum og við erum á kantinum í því máli..