Júní bankar á dyrnar

Þakvinnan í Réttarholtinu heldur áfram af fullum krafti, ásamt minni verkefnum hér og þar.
Mikið af verkefnum í pípunum um alla Fjarðabyggð sem verið er að mæla og pæla þessa dagana.

Framkvæmdir við Breiðuholt í Vogum eru enn að tefjast vegna takmarkanna byggingargátta sveitarfélaganna sem eru eiginlega algert grín.
Góð hugmynd og verður örugglega gott en er núna vanhugsað og óútfært og einungis sniðið að byggingafulltrúum, en er lagt á byggingaraðila án þess að hika, með engum alvöru árangri.
En þrátt fyrir þetta ætti mokstur og fylling að fara af stað í næstu viku.

Pálsbúð 24, í Þorlálshöfn er bara að bíða eftir nýjum eiganda, en þar er áætlað að vera komin á byggingastig 5 snemma í haust.

Verið er að teikna skemmtilega útfærslu af 4-8 íbúða húsi við Tinnuskarð 4 í Skarðshlíðarhverfinu, myndir ættu að fara að skjóta upp kollinum hér fljótlega.