Jarðvinnu-gleðidagar

Jarðvinna og þjöppupróf eru aðalmálin næstu daga, klár púði undir bílskúr í Reykjavík , núna er verið að moka fyrir staðsteyptu húsi í Hafnarfirði, á meðan erum við að reisa einingahús frá Bm Vallá í Hafnarfirði.
í Vogunum er komin útsetning á grunni, sem verður mokaður og keyrt í þann púða í vikunni.
Á næstu dögum dettur svo inn byggingaleyfi á einbýlishúsi í Reykjavík og þar er fyrirhugað að moka út grunn sem fyrst, þar bíðum við spennt eftir að reisa fyrsta CLT húsið okkar, en efri hæðin þar er úr þessu efni á steyptri neðri hæð.
Álfhólsskóla verkefnið gengur vel, utan við rigninguna sem er aðeins að trufla þakvinnuna, en innivinnan gengur þá bara hraðar í staðinn.
Á Egilsstöðum er stutt í að við getum farið að grafa fyrir litlu heilsárshúsi á Völlunum, einhverjar minniháttar breytingar á hönnun sem tefja eins og er, en á meðan er verið að steypa stéttar og plön ásamt ýmissi jarðvinnu.