Júní byrjar bara ágætlega.

Í gær var skrifað undir verksamning við Kópavogsbæ um endurnýjun þaks og loftaklæðningu Álfhólsskóla í Kópavogi. Bæjarráð – 3046. fundur – 20.05.2021 | Kópavogsbær (kopavogur.is)
Verkið fór af stað strax í morgun og verið að vinna í aðstöðu og klára allan undirbúning. Byrjað verður að rífa strax á nk mánudag.
Í gær var opnuð verðkönnun á vegum Fjarðabyggðar og þar áttu Og Synir lægsta boð í undirstöður og lagnir fyrir þjónustumiðstöð.
Byggingaleyfum er farið að rigna inn og á næstu dögum verður mokað fyrir 2 húsum, annað verður steypt upp í Skarðshlíð og hitt húsið er timburhús í Vogum á Vatnsleysu.
Bíðum svo eftir byggingaleyfum bæði á Fljótsdalshéraði þar sem verður byggt timburhús og svo í Reykjavík, en þar verður steypt neðri hæð og CLT einingar í efri hæðinni.

Hjá fyrirtækinu eru nú starfandi 20 manns og við munum þurfa að fjölga starfsmönnum á næstunni.