Vor í lofti

Það er vor í lofti og framkvæmdir að skríða af stað víða. 3 nýir verksamningar undirritaðir á síðustu viku og á þriðjudag undirritum við samstarfssamning Við Fjarðabyggð og Leigufélagið Bríeti um uppbyggingu hagkvæmra íbúða á Fáskrúðsfirði. ( Teikningar eru þegar komnar í vinnslu fyrir það verkefni. )
Húsið við Ystadal 6-12 er á áætlun hjá okkur en húseiningarnar hafa tafist aðeins í framleiðslu og því er áætlað að fara í sökkla þar í júní.
Þar er mikil eftirspurn og byrjað að taka frá íbúðir.
Bláargerði á Egilsstöðum hefur tafist af sömu ástæðum og erum við að gera ráð fyrir að geta hafið farmkvæmdir þar í lok maí.
Í næstu viku erum við að byrja jarðvinnu og undirstöður fyrir heilsárshús á Unalæk, þar er nú unnið að vegagerð að hússtæðinu og gerð bílastæðis.
Hjá okkur hérna á höfuðborgarsvæðinu er unnið í að koma húsi í Breiðuholti á 5 byggingarstig,(tilbúið í málningu ), grunnurinn við Tinnuskarð 3 að nálgast það að hægt verði að setja upp sökkla, þar lentum við á nokkrum tegundum af bergi sem búið er að mylja niður í duft síðustu viku.
Hönnun og byggingaleyfi eru komin í ferli fyrir, Víkurskarð, ( Nýtt í leið 1 ) Breiðuholt ( Nýtt í leið 1 ) Gerðarbrunn og Karfavog, sem eru líka í leið 1 hjá okkur, þessi verkefni eru öll að fara af stað hjá okkur í maí og júní.

Hönnunar og fyrstu varfærnu skrefin í fjármögnunarferli eru farin af stað í flottu verkefni í Vogunum sem er byggt til endursöu.Þar verða ( samkvæmt þeim teikningum sem eru í rýni núna ) í boði 2-3 og 4 svefnherbergja íbúðir sem munu uppfylla skilyrði HMS um hlutdeildarlán.
Alls gerum við ráð fyrir 32 íbúðum þar sem verða allar byggðar innan ramma hlutdeildarlána.
Þetta verkefni mun hefjast í lok sumars eða í haust, miðað við forsendur í dag.