Verkefnastaða

Óhætt er að segja að árið 2013 taki vel á móti okkur, árið komið langt í að verða uppselt í verkefnum talið.

Til að mæta vaxandi verkefnastöðu á árinu var ráðinn nýr starfsmaður, Ómar Örn Erlingsson, hann mætti til starfa á mánudaginn var,

en eins og sjá má á myndum hér á síðunni hefur hann komið að verkefnum fyrirtækisins áður .

 

Verkefnin framundan eru mjög  margbreytileg og víða á austurlandi.

Nýbyggingar af ýmsum stærðum og gerðum, sumarhús, sólpallar, breytingar eldri húsa  og m.fl..

 

Eftirspurn eftir fasteignaskoðun er að aukast og verður það vaxtarbroddur ársins ef svo fer sem horfir.

Kynningar á henni má sjá hér á heimasíðunni.

 

Notkun á verkbeiðnum hér á vefnum hefur verið góð og sannað að það form á heima á heimasíðunni.

 

Að lokum hvet ég menn til að skila inn starfsumsókn hér á síðunni, þær eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

 

Með kveðju

ÞE.