Smá update á þetta hérna, en núna er rigningin að ganga niður og hægt að vinda sér í þakvinnu aftur eftir viku haustrigningar.
Verkið var komið á gott skrið og mannaflinn að verða nægjanlegur, til liðs við okkur fáum við starfsmenn frá Launafli, 3-4 menn eftir verkefnastöðu hverju sinni.
Áætlað er að ljúka þessu verki í október næstkomandi.
Mjög misjafnt er hversu mikil mygla er í krossviðnum, á stórum flötum er ekki neitt að sjá meðan aðrir eru verri.
Smá ágrip af verkinu, krossviðurinn er rifinn af og fargað, skipt er um einangrun og rakavörnin löguð eftir þörfum, sperrur slípaðar þar sem þarf, því næst er vindpappi lagður yfir ullina og sperrurnar og listar 45×45 skrúfaðir ofan í sperrurnar, með löngum skrúfum, 6x120mm, þar næst koma girðisstífingar af sverari gerðinni og þar eftir borðaklæðning og þykkur þakpappi, sambræddur á samskeytum. Því næst er þakálið skrúfað á aftur og nýjar áfellur settar á þakkanta.








